New Paragraph
Ég útskrifaðist árið 2017 sem kírópraktor með mastersgráðu úr Kírópraktík háskólanum AECC (Anglo European College of Chiropractic) og starfaði á Englandi í tvö ár áður en ég ákvað að flytja til Íslands til að hefja nýjan kafla í lífi mínu, ásamt Veru og litlu stelpunni okkar Opheliu. Eftir að ég flutti hingað hef ég notið þess að læra á íslenska menningu og læra þetta einstaka tungumál. Nú erum við fjölskyldan að hefja nýtt ævintýri á Akureyri og hlökkum innilega til að aðstoða þig og þína eins og við getum.
Ég útskrifaðist árið 2020 sem kírópraktor með mastersgráðu úr Kírópraktík háskólanum AECC og flutti fljótt heim til Íslands til að hefja feril minn sem kírópraktor ásamt Stefan. Frá því að ég byrjaði í náminu hef ég haft sérstakan áhuga á hvað kírópraktík getur gert fyrir börn og ég hef notið þess einstaklega að hjálpa börnum á öllum aldri. Þetta er ein af ástæðunum þess að ég ákvað að afla mér frekari menntunar á því sviði. Ég er virkilega spennt að geta nýtt reynslu og kunnáttu mína til að hjálpa þeim sem þurfa á því að halda.
Unnar:
Ég útskrifaðist árið 2024 með mastersgráðu í kírópraktík frá Anglo European College of Chiropractic háskólanum á Englandi. Áhugi minn á kírópraktík kviknaði eftir að hafa glímt við íþróttameiðsl í fótbolta á yngri árum. Í framhaldi af því fékk ég mikinn áhuga á að meðhöndla íþróttafólk, þó að í verknáminu hafi ég aflað mér reynslu með einstaklingum á öllum aldri með ólíkan bakgrunn. Ég er þakklátur fyrir að vera í aðstöðu til að hjálpa fólki og er spenntur að aðstoða þig að ná þínum heilsutengdu markmiðum eftir bestu getu.
Í fyrstu heimsókn þinni förum við saman yfir hvað er að, hver ástæðan er fyrir því að þú leitar til okkar og hver þín heilsutengdu markmið eru. Í þeirri heimsókn munum við ræða saman og fara í gegnum ítarlegt mat sem leiðir okkur að niðurstöðu og að umönnunaráætlun sem mun henta þér og þínum markmiðum. Þú munt ávallt hafa tækifæri til að spyrja út í meðferðina eða hvað við erum að gera, hvenær sem er í ferlinu. Eftir þetta samtal okkar ákveðum við í sameiningu hvert framhaldið verður.
Kírópraktík er örugg og áhrifarík á meðgöngu. Slík meðferð getur dregið úr sársauka, bætt hreyfigetu og vellíðan auk þess að hjálpa til við að viðhalda heilbrigðri stöðu mjaðmagrindar sem aftur veitir barninu nægilegt pláss til að hreyfa sig og vaxa. Í fyrstu heimsókn gefum við okkur tíma til að ræða aðstæður þínar og hvernig kírópraktík gæti hjálpað þér á meðgöngunni. Einnig gerum við ítarlegt mat sem gefur okkur nauðsynlegar upplýsingar til að sérhæfa og útbúa umönnunarplan að þínum þörfum. Ef þú ert sátt við það sem við höfum ákveðið að því loknu getum við hafið meðferð um leið.
Foreldrar/umráðamenn ákveða að koma með börn sín til kírópraktors til að fá aðstoð við mörg og mismunandi vandamál sem kírópraktík getur aðstoðað við. Í þessari fyrstu heimsókn notum við tímann til að ræða við ykkur, svo að við fáum skýra mynd á það, sem barnið gæti verið að glíma við. Síðan munum við fara í gegnum nokkur próf með barninu og út frá þeim niðurstöðum munum við ræða við ykkur til að ákvarða sérsniðna meðferðarleið fyrir barnið.
Í hverri heimsókn, eftir fyrsta tímann, munum við meðhöndla, sýna og kenna heimaæfingar þegar við á og leiðbeina þér hvernig þú getur betrumbætt þína heilsu á eigin forsendum.
Ef þú hefur ekki komið til okkar í meira en 6 mánuði, eða átt við nýtt vandamál að stríða, þá mælum við með að þú bókir endurbyrjunartíma til þess að tryggja að við höfðum nægan tíma til að meta og ræða málin.
"Ég fór til Stefans þar sem ég var búin að vera með bakverki síðastliðin ár og átti einnig mjög erfitt með að halda góðri líkamsstöðu. Strax eftir fyrsta tímann leið mér miklu betur í bakinu og mér fannst mun léttara og þægilegra að halda bakinu beinu og góðri líkamsstöðu. Dauðsé eftir því að hafa ekki farið fyrr til hans."
-Julia
"Í margar vikur fann ég fyrir miklum verkjum í efra baki sem voru farnir að hafa áhrif á mitt daglega líf. Gat varla mætt á æfingar og það varð alltaf erfiðara að sinna vinnunni 100%. Eftir fyrsta tímann hjá Stefani fann ég fyrir ótrúlegum mun og mér leið eins og ég hafi misst nokkur kíló! Ég er ótrúlega ánægð með hvað Stefan veitir persónulega og góða þjónustu - fimm stjörnur frá mér!"
-Berglind
"Frábært þjónusta og flott fagfólk! Höfuðverkirnir sem ég var með á hverjum degi farnir, mígrenið og vöðvabólgan sömuleiðis. Hefði aldrei trúað því hvað Kírópraktor getur hjálpað mikið.
Mæli eindregið með Stefani kírópraktor!"
-Anna
"Ég kom til Veru á meðgöngu með mjög stífan háls og litla hreyfigetu, eftir ekki nema einn tíma hjá henni sá ég gríðarlegan mun! Ég átti svo hræðilega langa og erfiða fæðingu sem endaði með slæmri axlarklemmu hjá stráknum og ýmsum erfiðleikum hjá okkur báðum i kjölfarið. Vera hefur hitt okkur reglulega eftir fæðingu og sjáum við mikinn mun eftir hvert skipti! Hún er svo róleg, ljúf og fagmannleg og strákurinn elskar að koma til hennar!"
-Ingibjörg
"Við höfum æðislega reynslu af Veru, bæði ég persónulega og svo strákurinn minn sem byrjaði að hitta hana 3 mánaða og er nú 6 mánaða. Hún bjargaði honum algjörlega og eigum við henni mikið að þakka. Vera er rosalega fær, dásamleg, hlýleg, fagmannaleg og með góða nærveru. Gef Veru mín bestu meðmæli."
-Íris
"Ég er ný manneskja eftir að hafa farið til Veru! Eftir að hafa verið í 9 mánuði með sjóriðu, svima og höfuðverki og þar af marga mánuði hjá sjúkraþjálfa án árangurs ákvað ég að prófa að fara til kírópraktors. Ég fann rosalegan mun strax eftir fyrsta tímann, ekki bara líkamlega heldur einnig andlega þar sem Vera lýsti öllu svo vel fyrir mér, hvað var að gerast í líkamanum mínum sem olli þessum einkennum. Nokkrum tímum seinna voru einkennin og vanlíðanin nærri horfin og ég guðslifandi fegin að hafa ákveðið að prófa"
-Sandra